Eins og ung hryssa sem þarf að temja

Arnar Dór Hannesson, Linda Hartmannsdóttir og Valgerður Þorsteinsdóttir sungu saman U2-slagarann With or Without You í ofureinvígjum sjónvarpsþáttanna The Voice Ísland, sem eru í sýningu í Sjónvarpi Símans.

„Ég er svo ánægður og þakklátur, þetta var geðveikt hjá ykkur. Þið tókuð þetta og rúlluðuð þessu upp!“ Sagði Helgi Björns, þjálfari þeirra, um flutninginn.

„Það er búið að vera rosalega gaman að vinna með ykkur. Arnar búinn að vera frábær, Linda þú ert búin að vera að finna röddina þína og það er svo gaman að heyra hana svona stóra og bólgna svona út. Krafturinn sem er að koma núna og miklu meira öryggi. Valgerður, þú ert bara one of a kind. Þú ert svo mikið sjarmatröll og það geislar svo mikið af þér, það kemur heill heimur með þér inn á svið. Svo ertu með flotta, sterka, stóra og mikla rödd […] þú ert bara eins og ung hryssa sem þarf að temja, það þarf aðeins að taka í og svona. Eins og allir góðir atvinnumenn, það er æfingin sem skapar meistarann.“

Helgi valdi Arnar áfram með sér í beinu útsendingarnar. Þegar hann hafði gengið af sviðinu tilkynnti kynnirinn Svavar Örn Svavarsson hinum þjálfurunum að þeir hefðu stutta stund til að stela annaðhvort Valgerði eða Lindu.

Þegar tíminn var nánast á enda runninn ýtti Unnsteinn á takkann á stólnum sínum, til merkis um að hann vildi stela og Linda varð fyrir valinu.

Linda var skiljanlega hæstánægð með að halda áfram keppni. „Mér líður svo ótrúlega vel. Mér leið betur í siðasta balti en í dag, ég var óöruggari. Kannski af því að við vorum þrjú saman og erfiðara að skipta laginu upp og láta tóntegundina henta fyrir stelpu og strák. Framhaldið leggst vel í mig, ég er ótrúlega spennt!“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant