Þrjár Sölkur á sviðinu

„Mig langaði í girl power-fílíng frá þeim. Þær hafa það allar í sér, eru ungar, flottar og sterkar konur,“ sagði Salka Sól um lagið You Don't Own Me frá 1963 sem hún valdi í fyrsta ofureinvígið í sjónvarpsþáttunum The Voice Ísland.

Í einvíginu mættust Karitas Harpa Davíðsdóttir, Alexandra Dögg Einarsdóttir og Gyða Margrét Kristjánsdóttir, sem slógu allar rækilega í gegn í fyrri hlutum þáttanna. Frammistaðan var ekki síðri í einvíginu og þjálfararnir voru alls ekki á sama máli um hver ætti skilið að halda sínu sæti í liði Sölku.

„Þær voru allar frábærar, líkar raddir en samt. Sú sem var að grípa mig var Alexandra,“ sagði Svala Björgvins.

„Mér fannst þið blómstra sérstaklega eftir upphækkunina, ég á samt erfitt með að gera upp á milli ykkar. Mér finnst tónninn í þinni rödd, Alexandra, alveg einstakur, en í þessu performance þá hugsa ég að ég veldi Karitas áfram,“ sagði Unnsteinn Manúel.

„Þið eruð allar komnar með svo flott attitude, það eru þvílíkir töffarar á sviðinu. Maður var hálfhræddur við ykkur, bara eins og gengi. Það eru komnar þrjár Sölkur þarna,“ sagði Helgi Björns með bros á vör. „Mér fannst tónninn hjá þér, Gyða, þegar þú tókst þínar línur, það fangaði mig, svo ég segi Gyða.“

Það var lítil hjálp frá samþjálfurum Sölku, en það var hennar að velja hvaða söngkonu hún tæki með sér í næsta hluta þáttanna. Það er óhætt að segja að valið hafi verið henni erfitt en Salka tók góðan tíma í ákvörðunina.

„Þið eruð búin að blómstra svo mikið. Það er mikill munur frá blindprufunum og á einhverjum tímapunkti hafi þið allar komið mér á óvart, þið eruð allar einstakar. Ég tek með mér… Karitas.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson