Þarf ekkert að spyrja hvort þau séu sexý

„Það þarf ekkert að spyrja þessa krakka hvort þau séu sexý!“ sagði Helgi Björns eftir einvígi Ísoldar Wilberg, Hafsteins Ezekíel og Kamillu Bjarnadóttur í sjónvarpsþáttunum The Voice Ísland. Helgi er þjálfari þríeykisins og valdi lagið The Way You Make Me Feel með Michael Jackson fyrir þau að syngja saman í ofureinvígjum þáttanna.

„Þetta var frábært, þið eruð öll góðir dansarar líka og gaman að sjá þá hlið,“ sagði Salka Sól. „Ísold, eftir síðustu umferð varst þú mikið uppáhalds og ert, en Kamilla þú varst mjög flott í þessu atriði í kvöld og ég ætla að segja Kamilla.“

Svala var á sama máli og Salka og hefði valið Kamillu áfram ef það væri hennar að velja. Unnsteinn tók undir orð þeirra að hluta. „Ég er sammála stelpunum að því leyti að ég væri til í að sjá hversu mikið meira þú getur gert Kamilla, þú ert búin að vaxa svo mikið. En ef ég væri að velja sjálfur núna myndi ég velja Ísold með mér.“

Það er enginn annar Helgi Björns sem gat tekið ákvörðunina um hver héldi sæti í hans liði. „Mér finnst frábært hvað þið eruð búin að springa mikið út og virkilega gaman hvað þið voruð örugg og flott í þessu. Þið geisluðuð bara af gleði og voruð að njóta þess. Ég þarf því miður að velja… ég vel Ísold.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson