Aldrei langað að keppa sem flytjandi

Svala Björgvins er einn flytjanda í forkeppni Eurovision
Svala Björgvins er einn flytjanda í forkeppni Eurovision Photo: Facebook/Svala Björgvins

„Mig hafði aldrei langað keppa sem flytjandi, ég hafði ekki neina sérstaka löngun. Mér fannst gaman að keppa sem lagahöfundur,“ segir Svala Björgvins um Eurovision söngvakeppnina. Hún keppti sem lagahöfundur árið 2008 og samdi meðal annars lagið The Wiggle Wiggle Song sem tónlistarmaðurinn Haffi Haff flutti og náði þónokkrum vinsældum.

Þrátt fyrir áætlanir um annað er Svala einn flytjenda í undankeppni Eurovision í ár. Hún kíkti í viðtal hjá Svala og Svavari á útvarpstöðinni K100 ásamt Einari Egilssyni, eiginmanni sínum, og ræddi um Eurovision, Voice og LA. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum neðst í fréttinni.

Óviss hvað ætti að gera við lagið

Lagið sem Svala syngur heitir Paper á ensku og Ég veit það á íslensku. Lagið sömdu þau hjónin í fyrra og hugsuðu það ekki fyrir Eurovision fyrr en daginn sem þau sendu það inn í keppnina. „Við erum búin að vera að semja rosalega mikið saman bara við tvö eftir að við settum Steed Lord á hilluna og byrjuðum nýtt project, Blissful, og erum búin að vera bara í hljóðveri úti í LA í að verða tvö ár,“ segir Einar. „Þetta er bara eitt af goðum sessionunum þar sem við vorum að semja með Lester upptökustjóra og vini okkar. Út kom þetta lag. Þegar við vorum komin úr sessioni þá bara vó, þetta er svolítið stórt lag, hvar passar það?“

Nokkrir erlendir tónlistarmenn höfðu sýnt laginu áhuga og vildu fá að syngja það að sögn Svölu, sem var ekki tilbúin að láta það frá sér. „Ég hugsaði bara ég vil ekki að neinn syngi það, ég vil syngja það því ég er svo tengd því, það er svo persónulegt fyrir mig.“

Nokkru síðar rak Egill augun í auglýsingu á Facebook um að þá væri síðasti dagurinn til að senda lög inn í forkeppni fyrir Eurovision. Eftir einhverjar umræður voru þau sammála um að lagið passaði svona stóru sviði.

Vildi að textinn endurspeglaði reynslu

„Mig langaði að semja lag um einhvern sem er að ganga í gegnum mjög erfiða tíma, eins og við dílum öll einhvertíma við í lífinu. Ég hef opinská um það í viðtölum að ég hef dílað við kvíðaröskun í mörg ár og ég vildi aðeins koma með eitthvað af þeim reynslum inn í textann en við vildum ekki hafa það svo bókstaflegt svo við ákváðum að semja textann um slæmt samband,“ segir Svala. Hún segir að hugmyndin sé að fólk gæti tengt við lagið út frá erfiðleikum sem það hefur gengið í gegnum, sama hverjir þeir kunna að vera.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant