Svala Björgvins: „Fórst á flug!“

Sigurjón Örn Böðvarsson sýndi það og sannaði í fyrsta þætti beinna útsendinga sjónvarpsþáttanna The Voice Ísland að hann er ekki hræddur við að taka stór og mikil lög, en þá söng hann Unbreak my Heart með Toni Braxton. Lagið sem hann valdi að syngja í undanúrslitunum er af öðrum meiði en ekki síður erfitt. Það er lagið Heroes sem Måns Zelmerlöw söng þegar hann stóð uppi sem sigurvegari fyrir hönd Svíþjóðar í Eurovision árið 2015, en Sigurjón er mikill aðdáandi keppninnar.

Flutningur Sigurjóns á laginu tókst vel til og sviðsframkoman var mjög góð, og fékk hann sérstakt hrós frá þjálfurunum fyrir viðbrögðin sem hann fékk frá áhorfendum í sal. Flutningurinn virðist ekki síður hafa skilað sér til áhorfenda heima í stofu en Sigurjón var kosinn áfram í símakosningu og mun því stíga á svið næstkomandi föstudagskvöld í úrslitaþættinum.

Johnny Cash í næsta þætti?

„Mér fannst þetta rosalega flott og þetta lag passaði mjög vel við röddina þína, þú fórst á flug sérstaklega í seinni parti lagsins, það var ofboðslega fallega sungið þegar þú hækkaðir lagið, einstaklega vel valið,“ sagði þjálfarinn Svala Björgvins um flutning Sigurjóns. „Mér fannst mjög flott þegar þú tókst Unbreak my Heart í síðustu viku en þetta var milljón sinnum flottara. Þú hefur líka vaxið svo í þessari keppni  þú verður alltaf betri og betri og það er tilgangurinn með þessu. Þú getur verið rosalega stoltur, þetta var virkilega flott.“

Salka Sól var sérstaklega hrifin af djúpu tónunum í flutningi Sigurjóns. „Ef þú kemst í úrslitin langar næstum því að heyra þig syngja Johnny Cash eða eitthvað þannig. Svo ertu svo likable Sigurjón, framkoman, andlitið, bara allt, það skilaði sér og salurinn var með þér, snilld.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant