Íslensk-þýskur strákur í Voice Kids

Leon á sviðinu í blindprufum þáttanna.
Leon á sviðinu í blindprufum þáttanna. Mynd: SAT.1/Richard Hübner

Leon Fehse er 14 ára gamall af þýsk-íslenskum uppruna og mikill tónlistarunnandi. Hann er búsettur í Þýskalandi og komst á dögunum áfram í sjónvarpsþáttunum The Voice Kids Germany. Þættirnir eru með sama sniði og The Voice sem margur Íslendingurinn ætti að kannast við, en annarri þáttaröð The Voice Ísland lauk nýverið í Sjónvarpi Símans. Í þáttunum keppir hópur söngvara um að komast í lið eins af fjórum þjálfurum, sem þjálfar söngvarann svo eins langt og hann kemst í þáttunum.

Hrifinn af rólegum lögum

Leon söng lagið Heimat með Johannes Oerding og spilaði undir á gítar. Lagið er vinsælt í Þýskalandi, en það fjallar um heimþrá. Flutningur Leons var ljúfur og hjartnæmur og skilaði honum sæti í þáttunum.

„Mér finnst þetta gott lag og ég get sett mínar tilfinningar í það. Ég er hrifnastur af rólegum lögum sem maður getur hellt sínum tilfinningum í,“ sagði Leon í samtali við mbl.is. Þess má geta að þó að Leon sé feiminn við að tala íslensku skilur hann hana ljómandi vel og átti ekki í nokkrum vandræðum með að svara spurningum á íslensku þrátt fyrir að hafa aldrei búið á Íslandi.

Velti því fyrir sér hvort hann væri nægilega góður

„Ég hef fylgst með The Voice Kids í gegnum tíðina og alltaf haft gaman að þáttunum. Ég elska að syngja og langaði til að taka þátt, en velti því fyrir mér hvort ég væri nægilega góður til þess.“

Mamma Leons, Ninu S. Fischer Fehse, setti myndband af honum á Facebook þar sem hann var að syngja. Hún fékk ábendingu frá manneskju með mikla þekkingu á tónlist, að þarna væri á ferðinni hæfileiki sem þyrfti að rækta. Upp úr því ákváðu þau mæðginin saman að hann skyldi reyna sig í þáttunum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson