Vinsældalistinn í Skagafirði

Meðal helstu baráttumála Vinsældalistans í Skagafirði er stytta af Geirmundi Valtýssyni.

Nýtt stjórnmálaafl hefur verið stofnað í Skagafirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar, Vinsældalistinn. Hann ber bókstafinn U. Í frétt frá framboðinu kemur fram: „X-U...lofum engu, svíkjum ekkert..." Helstu baráttumál Vinsældalistans eru:
* Nýtt félagsheimili.
* Lausaganga katta bönnuð í þéttbýli.
* 226.385 krónur fyrir hvert barn sem fæðist í sveitarfélaginu.
* Komið verði á fót aðstöðu fyrir hjólabrettakrakka.
* Leggja niður styrktargreiðslur til íþróttafélaganna.
* 1. mars verði að frídegi, og ókeypis bjór að vild.
* Sett verði upp bruggverksmiðja í Vallhólma.
* Vatnsrennibraut niður hverfisbrekkuna og rúllustigi upp hana.
* Gera styttu af Geirmundi Valtýssyni tónlistarmanni.
* Komið verði upp næturklúbbi í Lýdó.
* Skordýrum verði útrýmt, og veittar verði 50. kr á haus, sem skilað er inn til sveitarstjóra. Þau sem skipa 7 efstu sætin eru:
1. Aðalheiður Lilja Úlfarsdóttir, 19 ára verkakona.
2. Sveinn Þórarinn Úlfarsson, 20 ára bóndi.
3. Ingi Svanur Steinsson, 25 ára sjómaður.
4. Heiðar Logi Jónsson, 18 ára nemi.
5. Grétar Steinþórsson, 18 ára nemi.
6. Jón Pétur Sigurðsson, 20 ára verkamaður.
7. Kristófer Freyr Guðmundsson, 19 ára nemi.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson