Ljóskurnar lifa af

Ýmsir urðu án efa áhyggjufullir er fjölmiðlar úti um allan heim sögðu fréttir um síðustu helgi af því að á næstu tveimur öldum myndi arfgerð ljóshærðs fólks hverfa úr mannkyninu. Þessi frétt, sem sögð var byggjast á niðurstöðum rannsóknar sem unnin hefði verið á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, var í reynd hreinn uppspuni.

Eftir því sem næst verður komizt átti fréttin upptök sín á brezkum netmiðlum og dagblöðum. Jafnvel þungavigtarmiðlar eins og netfréttastofa BBC flutti fréttina af niðurstöðum meintra rannsókna þýzkra vísindamanna, sem í umboði WHO hefðu skoðað framtíð ljóshærðs fólks.

Síðla sl. þriðjudags sendi WHO frá sér tilkynningu, þar sem sagt var, að þessi meinta rannsókn væri stofnuninni með öllu ókunn og óviðkomandi.

Þetta var annars frétt af þeirri tegund, sem blaðamenn nenna almennt ekki að kafa ofan í kjölinn á til að ganga úr skugga um sannleiksgildi á, eftir því sem fullyrt er í umfjöllun um málið í danska blaðinu Berlingske Tidende. Flestar greinarnar sem birtust um hina meintu þýzku erfðafræðirannsókn vitnuðu þó einnig í raunverulega erfðafræðinga sem gáfu lítið fyrir kenninguna um að ljóskur myndu deyja út.

Þannig höfðu t.d. netfréttir BBC eftir Jonathan Rees, prófessor við háskólasjúkrahúsið í Edinborg, að gen eins og þau sem stýrðu því að fólk verður ljóshært hyrfu einfeldlega ekki úr genamengi mannsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant