Fótalaus, ökuleyfislaus og í vímu undir stýri

Breskur karlmaður, sem misst hefur báða fætur, var úrskurðaður í árs fangelsi í dag fyrir að hafa flúið undan lögreglu í norðausturhluta Englands. Maðurinn sem heitir Robert Bate og er 27 ára gamall, notaði viðarstangir og kústskaft til að ná niður á bensíngjöf og bremsufótstig bílsins, en hann var auk þess ótryggður, ökuleyfislaus og undir áhrifum eiturlyfja.

Dómarinn David Hodson, sem dæmdi í málinu, sagði þegar hann kvað upp dóminn að það væri kraftaverk að enginn hefði slasast við athæfi mannsins, en auk fangelsisdómsins hefur Hodson verið meinað að aka næstu tvö árin.

Bate missti báða fætur sína í lestarslysi þegar hann var níu ára gamall, hann notaðist við viðarstangir, kústskaft og límband til að stjórna bílnum, sem er sjálfskiptur Vauxhall Astra. Lögregla elti Bate á tæplega 130 kílómetra hraða um sveitir Durham sýslu, en eltingarleiknum lauk með því að Bate ók bílnum út af veginum og í gegn um girðingu og limgerði áður en hann stöðvaðist á akri.

Gert var að sárum Bate á sjúkrahúsi, en tveir farþegar sem voru í bílnum meiddust lítið. Við rannsókn kom svo í ljós að Bate var undir áhrifum heróíns og kókaíns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson