Fannst á heimili sínu eftir að hafa verið týnd í fjögur ár

Fyrir fjórum árum hvarf Florence Bock. Nú hefur hinsvegar komið í ljós að hún var inni á heimili sínu í New York allan þennan tíma. Það var ekki fyrr en í síðustu viku sem fólki varð ljóst hvað hefði komið fyrir hina 83 ára gömlu Bock.

Líkamsleifar Bocks, beinahrúga og höfuðkúpa, fundust við hliðina á stafnum hennar þegar hópur fólks fór inn í íbúðina, sem er í Bronx, til þess að þrífa hana fyrir nýjan eigenda hennar.

Verktaki keypti húsið nýverið þegar lögreglan hafði lýst því yfir að Bock væri látin, þar sem ekkert hefði til hennar spurst í fjögur ár.

Réttarmeinafræðingar munu í dag rannsaka beinin til að komast að því hvað dró hana til dauða. Lögreglan telur hinsvegar ekki að glæpsamlegt athæfi hafi dregið hana til dauða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson