Flugfarþegi vaknaði við hliðina á líki

Reuters

Farþegi á fyrsta farrými í vél British Airways á leið frá Indlandi segir farir sínar ekki sléttar eftir að hann vaknaði við að flugliðarnir voru að koma fyrir líki í sætinu við hliðina á honum.

Líkið var af gamalli konu sem hafði verið farþegi á almennu farrými og látist skömmu eftir flugtak. Paul Trinder, kaupsýslumaður frá Brackley í Northamptonshire, segir að flugliðarnir hafi einfaldlega komið líkinu fyrir í sætinu við hliðina á honum án frekari málalenginga.

Flugfélagið hafi síðan neitað að greiða honum bætur og sagt honum að „vera ekki með þessa kveinstafi“. Trinder segir að miðinn hafi kostað rúmlega þrjú þúsund pund, eða sem svarar tæpum 400 þúsund krónum.

Talsmaður BA segir að lík konunnar hafi verið flutt á fyrsta farrými þar sem ekki var pláss neinstaðar annarstaðar í vélinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant