Útskrifast úr háskóla 95 ára

Níutíu og fimm ára bandarísk kona, Nola Ochs, útskrifast væntanlega úr háskóla í næsta mánuði og verður þá samkvæmt Heimsmetabók Guinness elsti útskriftarnemi í heimi. Ochs segir það ekki hafa verið ætlun sína að setja heimsmet, hún hóf nám 1972 og hefur síðan verið að safna einingum hægt og rólega og er nú komin með nægilega margar til útskriftar.

Núgildandi heimsmet á Mozelle Richardson, sem útskrifaðist með blaðamannagráðu frá Háskólanum í Oklahoma 2004 er hún var níræð. Ochs segir það auka gleði sína yfir gráðunni að barnabarn sitt, sem er 21 árs, útskrifist með sér.

Ochs útskrifast frá Fort Hays State-háskólanum í Kansas með almenna BA gráðu með áherslu á sögu. Hún hóf námið eftir að eiginmaður hennar til 39 ára lést. Síðasta haust fluttist hún af býli sínu í íbúð á háskólasvæðinu til að ljúka síðustu einingunni.

Ochs segir aðra nemendur við skólann hafa tekið sér vel og bera virðingu fyrir sér.

„Ég hugsa lítið um það hvað ég er gömul. Slíkt gæti dregið úr mér. Svo lengi sem ég get hugsað skýrt og er hraust er aldurinn einungis tala,“ segir Ochs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant