Karrýréttur sprakk í 35 þúsund fetum

Júmbótþota British Airways fer í loftið.
Júmbótþota British Airways fer í loftið. AP

Flugfreyja hjá British Airways olli miklum skemmdum á júmbóþotu þegar tilbúinn karrýréttur sem hún ætlaði að hita upp í örbylgjuofni um borð sprakk í 35 þúsund feta hæð, á leið vélarinnar frá London til Miami.

Áhöfnin slökkti í logandi ofninum með slökkvitæki og ferðinni var haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist.

Breska blaðið The Sun segir að flugfélagið fullyrði að engin hætta hafi steðjað að farþegum vélarinnar, þótt tekið hafi nokkra daga að gera við flugvélina.

Flugfreyjan hafði keypt karrýréttin í verslun og haft með sér í flugið. Hefur flugliðum BA nú verið bannað að nota örbylgjuofna í vélum félagsins til að hita upp annað en mat úr flugeldhúsi.

Haft er eftir starfsmanni BA að það sé algengt að flugliðar hafi með sér sitt eigið nesti í flug.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler