Versta kynlífslýsingin í bók Mailers

Norman Mailer.
Norman Mailer. Reuters

Bandaríski rithöfundurinn Norman Mailer, sem lést nýlega 84 ára að aldri, hlaut í kvöld árleg verðlaun, sem veitt eru árlega í Lundúnum fyrir verstu kynlífslýsingu í bókum ársins.

Mailer fékk verðlaunin fyrir bókina The Castle in the Forest. Um 400 gestir skáluðu í kvöld fyrir Mailer í samkvæmi þar sem verðlaunin voru veitt og notuðu tækifærið einnig til að votta rithöfundinum virðingu sína.

„Við þykjumst vita, að hann hefði tekið verðlaununum vel," sögðu dómararnir.

Leikkonur lásu með tilþrifum valda kafla úr þeim bókum, sem tilnefndar voru en eftirfarandi kafli úr bók Mailers þótti verstur:

    Með munn sinn löðrandi í safa hennar snéri hann sér við og faðmaði andlit hennar með allri ástríðu vara sinna og andlits, loks reiðubúinn að ryðjast inn í hana með Hundinum, reka hann í vé hennar.

Verðlaunin voru veitt í 14. skipti í ár. Tímaritið Literary Review stofnaði til þeirra til að reyna að letja rithöfunda frá að skrifa sérkennilegar kynlífslýsingar.

Mæting verðlaunahafa hefur verið nokkuð góð í gegnum árin. Sigurvegarinn hefur fengið í verðlaun abstrakt styttu af fólki að eiga mök á sjötta áratugnum og flösku af kampavíni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler