Óumhverfisvænir skilnaðir

Skilnaðir krefjast þess að fjárfesta þarf í ýmsu, þar á …
Skilnaðir krefjast þess að fjárfesta þarf í ýmsu, þar á meðal bílum mbl.is/Júlíus

Þeir sem standa í hjónaskilnaði hafa líklega nægar áhyggjur fyrir. Þeir verða þó að sætta sig við það að skilnaðurinn hefur ekki aðeins áhrif á þá sjálfa og þá sem næst þeim standa heldur einnig á umhverfið, hjónaskilnaðir valda nefnilega auknum gróðurhúsaáhrifum. Sagt er frá þessu í tímaritinu New Scientist.

Ástæðan er einfaldlega sú að einhleypir nota meiri orku og rými en hjón nota hvert fyrir sig. Með því að búa einn fer meira rými í íbúðir og þannig er meiri orka notuð til að lýsa upp híbýlin, hita þau og kæla. Í rannsókn sem Michigan State háskólinn hefur gert kemur í ljós að hjón sem skildu notuðu 73 milljörðum fleiri kílóvött í Bandaríkjunum árið 2005, en ef þau hefðu búið saman áfram. Þá hefði verið hægt að spara tæplega 2.400 milljarða lítra af vatni með því að jafna ágreininginn.

Það að leysa upp hjónaband þýðir líka að kaupa þarf nýja hluti, allt frá bílum að litlum hlutum á borð við dósaopnara, og þannig mætti eflaust lengi telja neikvæð umhverfisáhrif einhleypinga.

Í rannsókninni var t.a.m. ekki reiknað út hvað það kostar umhverfið að börn fái tvær gjafir, sína frá hvoru foreldrinu, eða hvað kostar að ferja börnin milli heimila.

Í Bandaríkjunum lýkur 46% hjónabanda með skilnaði, en um 55% hjónabanda í Svíþjóð. Ef fólk sem stendur í hjónaskilnaði vill losna við óþarfa áhyggjur og hafa hreina samvisku neyðist það því líklega til að setjast niður og reikna út kostnaðinn við að kolefnisjafna skilnaðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson