Börn eru hrædd við trúða

Niðurstöður nýrrar könnunar sem vísindamenn í Bretlandi gerðu meðal barna leiða í ljós að börnum þykir ekki gaman að trúðum, og eldri krakkar eru jafnvel hræddir við þá. Börnin sem tóku þátt í könnuninni voru á aldrinum fjögurra til 16 ára.

Markmiðið með könnuninni, sem greint er frá í nýjasta hefti tímaritsins Nursing Standard, var að kanna með hvaða hætti væri unnt að bæta umhverfi á barnadeildum sjúkrahúsa. Þátttakendur í könnuninni voru 250 börn sem dvelja á barnadeildum.

„Við komumst að því að ekkert barn hafði gaman af trúðum. Sum voru hrædd við þá og skildu þá ekki,“ sagði Penny Curtis, lektor við Háskólann í Sheffield, þar sem könnunin var gerð. „Fullorðið fólk er gjarnt á að telja sig vita hvað börnum fellur í geð.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler