Danmerkurmót í sjálfsfróun

Danskur sálfræðingur ætlar í maí að standa fyrir fyrsta Danmerkurmótinu í sjálfsfróun. Markmiðið er að afla fjár til að auka fræðslu um kynferðismál.

Danska blaðið Politiken segir frá þessu. Meistaramót af þessu tagi hafa verið haldin í Bandaríkjunum frá árinu 2000. Þar hafa verið sett ýmis met og þannig mun kona hafa fengið 49 sinnum fullnægingu á sex tímum en karlmaður nokkur sex sinnum á sama tíma.

Nú hefur sálfræðingurinn Pia Struck fengið heimild frá höfuðstöðvunum í San Francisco til að halda slíkt mót í Kaupmannahöfn. Hún segir við Politiken, að markmiðið sé að fá fram umræðu um sjálfsfróun sem enn sé feimnismál hjá mörgum. Einnig eigi að afla fjár svo hægt sé að skipuleggja námskeið um kynlíf.

Struck segir, að mikill áhugi sé fyrir mótinu og þegar hafi 25 manns skráð sig til leiks. Hún segist vonast til, að mótið verði jafn stórt og mót sem haldið var í Lundúnum nýlega þar sem 250 manns tóku þátt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson