Laug hryðjuverkum upp á tengdasoninn

Dómstóll í Svíþjóð hefur dæmt karlmann í þriggja mánaða fangelsi fyrir að bera falskar sakir á fyrrverandi tengdason sinn og segja að hann tengdist al-Qaeda hryðjuverkasamtökunum.

Maðurinn viðurkenndi að hafa sent tölvupóst til bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Hann sagði hins vegar fyrir rétti, að hann hefði haldið að Bandaríkjamenn væru ekki nægilega vitlausir til að trúa því sem í póstinum stóð. 

Tengdasonurinn var að skilja við dóttur mannsins árið 2006 og ætlaði að ferðast til Bandaríkjanna í viðskiptaerindum. Konan vildi ekki að maðurinn færi úr landi þar sem hún var veik og vildi að maðurinn hjálpaði til við að gæta barna þeirra.

Þegar maðurinn neitaði að verða við óskum konunnar greip tengdapabbi til sinna ráða og sendi FBI tölvupóst. Sagði hann að tengdasonur sinn hefði tengsl við al-Qaeda í Svíþjóð og væri á leið til Bandaríkjanna til að hitta samsærismenn. Gaf hann upp flugnúmer og ferðatíma.

Þegar tengdasonurinn kom til Flórída var hann handtekinn og yfirheyrður í sólarhring áður en hann var settur um borð í flugvél og sendur aftur til Evrópu.

FBI hafði síðan samband við sænsku öryggislögregluna Säpo, sem komst að því, að tölvupósturinn hafði verið sendur úr tölvu tengdapabbans. 

Tengdafaðirinn var einnig dæmdur til að greiða fyrrum tengdasyni sínum jafnvirði 600 þúsunda íslenskra króna í bætur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson