Vill borga krökkum fyrir að læra heima

Bæjarstjóri í bænum Noblejas á Spáni hefur áhyggjur af því hve mörg börn hætta ung í skóla og vill borga þeim til þess að hvetja þau til að læra.

Agustin Jimenez ætlar að mæla með því við bæjarstjórn, að börn fái borgaða eina evru eða um 95 krónur fyrir hvern klukkutíma sem þau eyða í lestur á bókasafninu.

Samkvæmt nýlegri rannsókn á vegum European Commission hætta 31% nemenda fyrr í skóla á Spáni.  Spænskir nemendur voru einnig með verstu útkomuna í lestrarkunnáttu, en 21% fimmtán ára gamla unglinga áttu í erfiðleikum með lestur. 

Í Noblejas búa um 4000 manns og hætta börn í skóla um 15-16 ára aldur og segir bæjarstjórinn flesta ekki halda áfram skólagöngu eftir það.  

„Krakkar eru að missa agann til lesturs og til að stoppa það þá verðum við að umbuna þeim til þess að hvetja þau til að læra heima," sagði Jimenez.

Uppástungan hefur vakið mismunandi viðbrögð hjá foreldrum sem sumir segja að börnin muni aðeins fara á bókasafnið til þess að fá peninginn og ekki til þess að læra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson