Endurheimti sjónina með tönn í auganu

Írskur maður, sem missti sjónina í sprengingu fyrir tveimur árum síðan, hefur endurheimt sjónina eftir að læknar settu tönn sonar hans í augað á honum. 

Bob McNichol, 57 ára, hélt hann yrði blindur það sem eftir er og læknar höfðu sagt McNichol að ekkert væri hægt að gera fyrir hann.   McNichol fékk svo fregnir af kraftaverksaðgerð, sem hafði verið gerð á Sussex sjúkrahúsinu í Brighton á Englandi, sem sérhæfir sig í augnaðgerðum.

Aðgerðin felur í sér að búa til stuðning fyrir gervihornhimnu, úr tönn og tannbeini sjúklingsins, en tönn og tannrót úr syni McNichols var notuð í þessu tilfelli.  Hægri augntóft McNichols var endurgerð, hluti af tönninni settur inn í augntóftina, og augasteinn settur í holu sem var boruð inn í tönnina. 

Fyrri hluti aðgerðarinnar tók tíu tíma og seinni hluti fimm tíma.  McNichol segir í samtali við RTE útvarpsstöðina á Írlandi að 65% líkur væru á því að hann myndi fá sjón aftur eftir aðgerðina.  Hann segist nú sjá nógu vel til þess að komast leiða sinna, og til þess að horfa á sjónvarp.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson