Leitað að furðulegasta bókatitlinum

Þeir sem orðnir eru þreyttir á því að sjá sömu bækur tilnefndar til ýmissa bókmenntaverðlauna í Bretlandi hljóta að gleðjast yfir Diagram-verðlaununum þar sem þá titla er hvergi að finna. Verðlaun þessi eru veitt fyrir furðulegasta bókatitilinn og eru sex titlar komnir í úrslit, hver öðrum furðulegri:

I Was Tortured By the Pygmy Love Queen (Ég var pyntaður af ástardrottningu dverganna),

How to Write a How to Write Book (Hvernig skrifa á bók um hvernig eigi að skrifa bók), Are Women Human? And Other International Dialogues (Eru konur mennskar? og önnur alþjóðleg umræðuefni), Cheese Problems Solved (Ostavandamál leyst), If You Want Closure in Your Relationship, Start With Your Legs (Ef þú vilt ná sáttum í ástarsambandinu beindu þá fyrst athyglinni að fótleggjunum) og loks People who Mattered in Southend and Beyond: From King Canute to Dr. Feelgood (Málsmetandi fólk í Southend og víðar: Frá Knúti konungi til dr. Vellíðanda).

Bókin How Green Were the Nazis? komst ekki í úrslit (Hversu umhverfissinnaðir voru nasistar?) og ekki heldur D. Di Mascio's Delicious Ice Cream: D. Di Mascio of Coventry: An Ice Cream Company of Repute, with an Interesting and Varied Fleet of Ice Cream Vans (Gómsætur rjómaís D. Di Mascio: D. Di Mascio frá Coventry: Rómuð ísgerð með fjölbreyttan flota rjómaíssflutningabíla). Á síðunni www.thebookseller.com er hægt að greiða atkvæði um versta titilinn og verða úrslit kunngjörð 13. apríl næstkomandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant