Sænsk apótek selja titrara

Sænska ríkisapótekakeðjan Apoteket ætlar í sumar að hefja sölu á hjálpartækjum ástarlífsins, þar á meðal titrurum, í verslunum um allt landið.

„Þetta er tilraun sem hefst í júní. Við ætlum að bjóða upp á takmarkað úrval af kynlífsvörum í um 50 verslunum," segir Elisabet Linge Bergman, talsmaður Apoteket. Hún sagði að meðal annars yrðu á boðstólum titrarar og nuddolíur.

Linge Bergman sagði, að ákvörðun hefði verið tekin um að selja þessar vörur vegna þess að kynlíf væri mikilvægur hluti af lífsgæðum og heilsufari fólks. „Við viljum taka þátt í að gera þessar vörur sýnilegri til að undirstrika að fólk á ekki að þurfa að skammast sín fyrir að nota þær eða pukrast með það."

Hún sagði að mikil eftirspurn væri eftir vörum af þessu tagi og Svíar ættu að geta keypt þær í verslunum sem þeir treystu.

Apoteket hefur einkaleyfi á sölu lyfseðilsskyldra lyfja í Svíþjóð. Núverandi ríkisstjórn hefur hins vegar áform um að opna lyfjamarkaðinn fyrir samkeppni.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant