Maður sem lýstur var látinn segist nokkuð hress

Zach Dunlap.
Zach Dunlap. AP

Læknar höfðu lýst Zach Dunlap, rúmlega tvítugan Bandaríkjamann, heiladauðan eftir slys sem hann lenti í, og ætluðu að fara að taka úr honum líffæri til að græða í aðra sjúklinga, en í gær, fjórum mánuðum síðar, kom Dunlap fram í sjónvarpi og sagðist bara vera nokkuð hress.

Læknar lýstu Dunlap látinn 19. nóvember á sjúkrahúsi í Wichita Falls í Texas, og fjölskylda hans veitti heimild fyrir því að líffæri yrðu tekin úr honum til ígræðslu.

Þegar fjölskyldan var að kveðja hann hinsta sinni hreyfði hann annan fótinn og höndina. Hann sýndi viðbrögð þegar annar fótleggur hans var rispaður með vasahníf og stungið undir nögl á fingri.

48 dögum síðar fékk hann að fara heim af sjúkrahúsinu, og er enn á batavegi. Í gær kom hann fram í morgunþætti NBC sjónvarpsstöðvarinnar með fjölskyldu sinni.

„Ég er bara nokkuð hress, en þetta er erfitt ... mig skortir þolinmæði,“ sagði Dunlap.

Hann kvaðst ekkert muna eftir slysinu sem hann lenti í, en hann segist muna vel eftir því þegar læknarnir lýstu hann látinn.

Faðir Dunlaps segist hafa séð niðurstöður heilasneiðmynda sem teknar voru af Dunlap, og þar hefði ekki sést nein virkni og ekkert blóðstreymi.

Móðir Dunlaps sagði að það hefði verið kraftaverki líkast að uppgötva að hann var á lífi. Líklega muni það taka hann heilt ár eða lengur að ná fullum bata - en það skipti engu máli, aðalatriðið sé að hafa endurheimt hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson