Greina ekki á milli vinsemdar og daðurs

Morgunblaðið/Kristinn

Karlar gera almennt ekki greinarmun á almennri vinsemd kvenna og daðri, samkvæmt niðurstöðum nýrrar bandarískrar könnunar. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Fram kemur í könnuninni, sem unnin var á vegum háskólans í Indiana, að það gildi einu hvort konur horfi brosandi beint í augu karla eða leggi hönd á læri þeirra. Flestir þeirra geti hreinlega ekki greint á milli vinsemdar kvenna og daðurs.

Könnunin var gerð með þeim hætti að fylgst var með 280 námsmönnum af báðum kynjum. Voru þeir m.a. látnir geragrein fyrir því hvernig fólk af hinu kyninu virkaði á þá af myndum. Niðurstaðan, sem birt er í tímaritinu Psychological Science, er sú að konur séu mun færari en karlar í að lesa líkamlega tjáningu hins kynsins.

Könnunin leiðir einnig í ljós að karlar misskilja ekki síður almenn vinahót kvenna en daður. Þá sýna viðtöl við námsmennina að konur telja karla mun næmari á slík skilaboð en þeir eru í raun.

„Skili daðrið ekki tilætluðum árangri þá getur vel hugsast að um misskilning sé að ræða fremur en áhugaleysi,” segja aðstandendur könnunarinnar í skýrslu sinni.

Dr. Coreen Farris, sem stjórnaði könnuninni, hvetur þó konur til að halda áfram að reyna. „Þetta eru meðaltalsniðurstöður. Sumir karlar eru mun næmari á slík merki en aðrir,” segir hún.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson