Þjófur í járnum stal lögreglubíl

Lögreglan í Brisbane í Ástralíu leitar nú þjófs sem slapp úr haldi lögreglu með því að stela lögreglubíl - þrátt fyrir að vera í handjárnum. Bíllinn er fundinn, en hvorki hefur sést tangur né tetur af þjófnum.

Lögreglan segir að 29 ára maður hafi verið handtekinn í morgun, grunaður um þjófnað. Tveir lögreglumenn handjárnuðu hann og settu hann í aftursæti lögreglubílsins á meðan þeir voru að skoða poka fyrir utan.

Hinn meinti þjófur klifraði þá í framsætið, settist undir stýri og ók á brott. Segjast lögreglumennirnir hafa skilið lyklana eftir í bílnum.

Málið er í rannsókn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant