Gamalt frímerki á eina milljón?

„Eftir því sem ég kemst næst er þetta rétt frétt,“ segir Brynjólfur Sigurjónsson, formaður Félags frímerkjasafnara, um sjaldgæft íslenskt frímerki sem selja á á uppboði í New York 16. maí. Fram kom á Fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, á mánudag, að um væri að ræða yfirstimplað fimm aura frímerki frá árinu 1897, en frímerkið er sagt vera eina heila merkið úr þessari útgáfu sem vitað er um.

Maður í Eyjafirði áttaði sig á því, þegar hann sá fréttina á mbl.is, að hann ætti líklega sams konar frímerki eða mjög svipað. Var reyndar búinn að gleyma frímerkjunum en hyggst nú láta verðmeta þau.

Einungis eitt merki þekkt

Brynjólfur segir að á svonefndum Facit-lista, sem er sænskur verðlisti yfir frímerki, komi fram að einungis sé þekkt eitt frímerki frá árinu 1897 með stórum yfirprentuðum þrem. Líka voru gerð frímerki með minni yfirprentun.

Brynjólfur segir að yfirprentunin hafi verið gerð vegna þess að þriggja aura upplagið af frímerkjunum hafi klárast árið 1897. „Menn brugðu þá á það ráð að yfirstimpla næsta gildi fyrir ofan með því að letra „þrír“ á merkin.“ Þetta hafi verið fyrsta yfirstimplunin á íslensku frímerki.

Verðbréfasalinn Bill Gross ætlar að selja frímerkin sem verða boðin upp í maí. Andvirði frímerkjanna rennur til góðgerðarstofnunar, tengdrar Columbia-háskóla í New York sem hagfræðingurinn Jefrrey Sachs stýrir.

Brynjólfur segist gera ráð fyrir að gott verð geti fengist fyrir íslenska merkið. „Ég yrði ekki hissa á því að sjá það fara á um það bil milljón íslenskra króna,“ segir hann. Upplagið af merkjum sem voru yfirprentuð hafi verið afar lítið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson