Ekki réttur litur

Höggmynd að verðmæti rúmlega 20 milljóna króna, sem tók tvö ár að búa til, var tekin í sundur aðeins fáeinum dögum fyrir afhjúpun vegna þess að varaborgarstjórinn var ekki hrifinn af litnum á henni. 

Höggmyndin átti að prýða gang í nýrri flugstöð í borginni Tianjin í Kína. Varaborgarstjórinn var á göngu í flugvellinum þremur vikum fyrir formlega opnun hans og sá höggmyndina. „Honum leist ekki á litinn á henni,“ Qu Jianxiong hönnuður verksins.

Forsvarsmenn flugvallarins sendu skilaboð í síma til fjölmiðla þar sem farið var fram á að ekki yrði fjallað um þetta atvik. Blaðamenn fengu líka svipaðar ábendingar. En málið komst í dagsljósið eftir að sjónvarpsstöðin CCTV ákvað að greina frá því, að því er fram kemur á fréttavef Reuters.  
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler