Fleiri sýklar á lyklaborði en klósettsetu

Fleiri sýkla er að finna á lyklaborði en klósettsetum í …
Fleiri sýkla er að finna á lyklaborði en klósettsetum í einhverjum tilvikum mbl.is/Árni Sæberg

Á sumum lyklaborðum er fleiri sýkla að finna en á klósettsetum samkvæmt nýrri rannsókn sem Ananovavefurinn greinir frá.

Í rannsókn sem neytendasamtökin Which? létu gera kom í ljós að á skrifstofu samtakanna í Lundúnum fundust sýklar á lyklaborðum starfsmanna sem geta valdið matareitrun. Af 33 lyklaborðum sem voru rannsökuð kom í ljós að á fjórum þeirra voru fleiri sýkla að finna en rýmast innan heilbrigðissamþykkta. Á einu lyklaborðanna voru sýklarnir fimm sinnum fleiri heldur en á klósettsetu hjá samtökunum. Fyrirskipaði örverufræðingur, sem rannsakaði skrifstofu Which? að lyklaborðið yrði fjarlægt af skrifstofunni og sótthreinsað.

Í frétt Ananova er haft eftir örverufræðingi við University College London sjúkrahúsið að óhrein lyklaborð sem fleiri en einn notar geti dreift sýklum á meðal fólks og valdið veikindum. 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson