Gleymdu barninu á flugvellinum

Fjölskyldan frá Filippseyjum hyggst hefja nýtt í líf í Winnipeg.
Fjölskyldan frá Filippseyjum hyggst hefja nýtt í líf í Winnipeg.

Fjölskyldu frá Filippseyjum lá svo mikið á að ná tengiflugi frá Vancouver til Winnipeg í Kanada að yngsta barnið, eins og hálfs árs gamall strákur, gleymdist á flugvellinum í Vancouver.

Fjölskyldan var nýkomin til Kanada frá Filippseyjum til þess að hefja nýtt líf og átti tengiflug áleiðis til Winnipeg.  Fjölskyldan sem var með mikla yfirvigt var því í kappi við tímann við að endurskipuleggja farangurinn og ná fluginu.  Leiðir þeirra skildu á hlaupum að brottfararhliðinu og hélt pabbinn að barnið væri hjá mömmu sinni og ömmu og afa.  Þau héldu hins vegar að strákurinn væri með pabba sínum.

Fjölskyldumeðlimirnir fengu ekki sæti saman í vélinni þannig að enginn gerði sér grein fyrir því að barnið væri ekki með.  Nokkru síðar fann öryggisvörður stráksa ráfandi um flugvöllinn og starfsmenn Air Canada flugfélagsins höfðu upp á foreldrunum sem voru farnir í loftið áleiðis til Winnipeg.  Vegna aldurs drengsins hafði hann hvorki fengið brottfararspjald né eigið sæti úthlutað og því gerði starfsfólk flugvélarinnar sér ekki grein fyrir því að einn farþega vantaði í vélina.

Að sögn blaðsins Vancouver Sun fannst starfsmaður Air Canada, sem talar tungumálið Tagalog. Hann gætti drengsins á meðan faðir hans flaug aftur til Vancouver og sótti hann. Á meðan var stráksi í góðu yfirlæti hjá starfsfólki Air Canada. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant