Konur ekki alltaf kostur

Það er ekki alltaf kostur að hafa konu sem leiðtoga. Þetta er niðurstaða greiningar á vegum Dansk Brancheanalyse á árangri kvenna í atvinnulífinu. Skoðuð voru 994 fyrirtæki í sex atvinnugreinum.

Konur stóðu sig almennt betur en karlar í ferða- og hótelgeiranum. Árangurinn var misjafn í öðrum greinum og í sumum stóðu konur sig verr en karlar, eins og til dæmis í fasteignaviðskiptum og í auglýsinga- og samskiptabransanum. Chris Mathieu, sem starfar við skólann Copenhagen Business School og sérhæfir sig í stjórnun, segir að ein af skýringunum geti verið sú að karlar stökkvi frá borði þegar tap verður á rekstri eins og könnun innan tölvugeirans hefur leitt í ljós. Þá skapist rými fyrir konurnar í stjórnum fyrirtækjanna. Karlarnir snúi hins vegar aftur þegar reksturinn er kominn á réttan kjöl og tími kominn til að færa út kvíarnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant