Skreið inn í líkkæli til kærustu sinnar

Læknar sinna manninum eftir að hann fannst inn í líkkælinum.
Læknar sinna manninum eftir að hann fannst inn í líkkælinum. Reuters.

Bjarga þurfti manni frá vísum dauða eftir að hann skreið inn í líkkæli til að vera hjá látinni kærustu sinni í borginni Taipei í Taívan. Maðurinn fannst sl. mánudag inn í kælinum þegar starfsmenn uppgötvuðu að hlerinn var ekki alveg lokaður. Maðurinn var í rúman halftima inni í kælinum.

„Yfirmaður á svæðinu opnaði hlerann og sá tvær manneskjur liggjandi inni. Hún varð dauðhrædd og öskraði,“ greindi the Liberty Times frá.

Maðurinn neytti lyfja áður en hann fór inn í líkkælinn. Bæjarblöð hafa velt því upp að um sjálfsmorðstilraun hafi verið að ræða. Kærasta mannsins lést sl. föstudag eftir að hafa neytt of margra svefntaflna, að því er fram kemur á fréttavef Reuters.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler