Hjónaband ógilt í Frakklandi vegna ósannsögli um meydóm

Deilur hafa risið í Frakklandi vegna úrskurðar dómstóls sem ógilti hjónaband tveggja múslíma á þeim forsendum að konan hefði logið til um að vera hrein mey. Segja femínistar að með úrskurðinum sé vegið að kvenfrelsi.

Dómstóll í Lille varð við kröfu eiginmannsins um ógildingu hjónabandsins eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði verið narraður til að kvænast konunni. Meydómur konunnar hafi verið það sem úrslitum réði um að hann ákvað að kvænast henni, sagði í úrskurðinum.

UMP flokkurinn, sem fer með völd í Frakklandi, hefur mótmælt úrskurði dómsins og krafist þess að dómsmálaráðherrann hnekki honum. Dómurinn stangist á við veraldleg grundvallarsjónarmið landsins.

En talsmaður ráðuneytisins sagði að úrskurður dómstólsins byggðist ekki á trúarlegum forsendum eða siðferðilegum heldur ákvæðum franskra laga um að hjónaband megi ógilda ef maki hafi logið til um „grundvallaratriði“ í sambandinu.

Kvenréttindasamtök kváðu dóminn skammarlegan og veita körlum lagaheimild til að hafna konum á þeim forsendum að þær væru ekki óspjallaðar meyjar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson