Umræða um kynferðismál Íslendinga oft skrýtin

Smokkur.
Smokkur. Reuters

Ástráður, forvarnastarf læknanema, mun í samstarfi við Durex og Smokkur.is dreifa smokkum um verslunarmannahelgina á fjölförnustu stöðum landsins.

„Almennt notar fólk smokkinn lítið í dag og okkur finnst að ríkið og sveitarfélögin þurfi að gera allsherjarátak í þessu svo og að niðurgreiða getnaðarvarnir, sérstaklega fyrir unga krakka. Í Svíþjóð hefur gefið góða raun að hafa fría smokka á skemmtistöðum sem við myndum vilja sjá hér og hafa sjálfsala á almenningsklósettum. Aðgengi hefur mikið að segja og það er ekki sérlega auðvelt hér þar sem maður verður að gera sér ferð út í búð til að nálgast smokka,“ segir Ómar Sigurvin hjá Ástráði.

Skrýtin umræða

Ómar segir að sér finnist umræðan um kynferðismál Íslendinga oft svolítið skrýtin. Gert sé ráð fyrir því að fólk sé lauslátt og pæli ekkert í smokknum. „Mér finnst fjölmiðlar stundum gefa röng skilaboð. Í grein í nýjasta hefti Reykjavík Grapewine er t.d. sagt eitthvað á þá leið að Íslendingar séu svo afkastamiklir um verslunarmannahelgina að þar komi flest börn undir og flestar nauðganir eigi sér stað þannig að hvort sem fólk langi til að skemmta sér eða verða líkamlega misnotað sé þessi helgi vel til þess fallin. Þarna er verið að gantast með jafn alvarlegan hlut og nauðganir og kynferðislegt ofbeldi sem mér finnst mjög alvarlegt þegar umræðan ætti að snúast um ábyrgð í kynlífi!“ segir Ómar Sigurvin.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant