Starbucks er ekki á leiðinni

Reuters

Tæplega 10.000 manns hafa skráð sig á vefinn Starbucks.is og með því lýst yfir stuðningi við því að fyrirtækið opni hér kaffihús.

Bjarni Kristinsson, eigandi vefjarins, hefur um nokkra hríð verið í samskiptum við höfuðstöðvar Starbucks í Seattle. „Fyrirtækið hefur sagt við mig að það sé ekki á stefnuskránni að opna á Íslandi. Þeir hafa sagt að þegar og ef ákvörðun verður tekin um að opna hér þá verði haft samband við þá sem lýst hafa yfir áhuga á því að reka hér kaffihús,“ segir Bjarni. Hann hefur undanfarin fimm ár sent fyrirspurnir til Starbucks en svörin séu alltaf á sömu leið, ekki standi til að opna hér kaffihús.

Starbucks, sem er stærsta kaffihúsafyrirtæki í heimi, er ekki rekið eftir umboðssölukerfi, eins og margar bandarískar skyndibitakeðjur, heldur er um mun handstýrðari nálgun að ræða þegar kemur að rekstri útibúa. Mikil gróska er í rekstri svokallaðra úrvalskaffihúsa og hér á landi eru Te & Kaffi, Kaffitár o.fl. í samkeppni á þessum markaði. Víða á Norðurlöndum, þar sem Starbucks hefur ekki opnað kaffihús, hafa sambærilegar kaffihúsakeðjur verið opnaðar með góðum árangri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant