Afengisbanni aflétt á Hyatt

Mynd fengin af vefsíðu hótelsins.
Mynd fengin af vefsíðu hótelsins. mbl.is

Margra vikna áfengisbanni var aflétt og er áfengi á boðstólum á ný á fimm stjörnu Grand Hyatt hótelinu í Kaíró í Egyptalandi. Áfengi var bannað samkvæmt íslömskum boðum og bönnum en það var eigandi hótelsins sem setti bannið á í maí síðast liðinn.

Sheikh Ibrahim eigandi hótelsins sem er jafnframt meðlimur konungafjölskyldunnar í Sádí Arabíu hellti niður að sögn AFP fréttastofunnar innihaldi úr um það bil 2400 áfengisflöskum að verðmæti 24,5 milljónir íslenskra króna eftir að hann ákvað að banna áfengi á hótelinu.

Egypsk yfirvöld sem standa vörð um ferðamannaiðnaðinn hótuðu þá að lækka hótelið í tign sem nemur tveimur stjörnum samkvæmt reglum um slíka stjörnugjöf.

Eftir langar og strangar samningaviðræður hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að áfengi verði á boðstólum á hótelbarnum á 41. hæð hótelsins þar sem einnig er að finna veitingastað á útsýnisgólfi sem snýst.

Áfengi er áfram bannvara á öðrum veitingastöðum hótelsins sem munu vera 11 talsins og einnig er það ekki sett inn á smábari sem er að finna á 716 herbergjum og svítum hótelsins en hægt er að panta það í gegnum herbergjaþjónustuna.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler