Hringdi í neyðarsíma lögreglu vegna lögunar kanínueyra

Kalli kanína.
Kalli kanína.

Lögreglan fær upphringingar af ýmsum toga í neyðarnúmer sitt og oft er neyðin fremur léttvæg að mati lögreglunnar. Samkvæmt upplýsingum frá skosku lögreglunni þá hringdi kona nýverið í neyðarsíma lögreglu, 999, vegna þess að kanína sem hún hafði keypt í gegnum dagblaðaauglýsingu var ekki með lafandi eyru líkt og henni hafði verið lofað.

Á fréttavef BBC eru nefnd fleiri dæmi um símtöl sem lögregla telur að eigi ekki heima í neyðarnúmerið. Svo sem kona sem hafði samband þar sem hún hafði fengið yfir sig gusu frá bifreið sem ekið var ofan í poll. Einn hringdi til þess að fá upplýsingar um póstnúmerið á lögreglustöðinni í Grangemouth.

Er skoska lögreglan afar ósátt við að eyða tíma og orku í að svara símtölum sem þessum enda geti þetta tafið fyrir því að lögregla sinni verkefnum sem eiga meira heima á þeirra könnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson