Asni í fangelsi fyrir að stela korni

Eigandinn slapp með sekt en asninn fór í fangelsi.
Eigandinn slapp með sekt en asninn fór í fangelsi. CANDACE FEIT

Egypskur asni hefur verið settur í fangelsi fyrir að stela kornstönglum úr akri tilheyrandi rannsóknarstofnun í landbúnaði við ána Níl.

Asninn og eigandi hans voru handteknir á eftirlitsstöð lögreglu. Stöðin var sett upp eftir að stjórnandi í stofnuninni kvartaði yfir því að einhver stæli uppskerunni.

Í ljós kom að kornið var í fórum asnans og dómari á staðnum dæmdi hann í sólarhringsfangelsi. Eigandi asnans slapp með sekt og þurfti að reiða fram 50 egypsk pund, jafnvirði um 800 íslenskra króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant