Aðeins fyrir fullorðna

Tískusýning á bleium í Japan
Tískusýning á bleium í Japan AP

Japönum er ýmislegt til lista lagt, þar á meðal að standa fyrir tískusýningum þar sem fyrirsæturnar kynna nýjustu tísku í bleium fyrir fullorðna. Í dag var haldin tískusýning þar í landi þar sem bleiuframleiðendur kynntu afurðir sínar við undirleik tónlistar áttunda áratugarins.

„Bleiur eru eitthvað sem fólk hefur ekki áhuga á að horfa á," sagði Kiyoko Hamada, yfirmaður rannsóknarmiðstöðvar eldri borgara, á tískusýningunni. „En um leið þú gerir þær aðlaðandi þá getur fólk kynnt sér kosti þeirra á mun auðveldari hátt," sagði hún við fréttamann AP fréttastofunnar í dag.

Í raun er því þannig farið að bleiur fyrir fullorðna verða sífellt vinsælli en fá lönd geta státað af jafmiklu langlífi íbúa og Japan. Yfir 20% þjóðarinnar er 65 ára og eldri og samkvæmt spám Sameinuðu þjóðanna er útlit fyrir að yfir ein milljón Japana verði 100 ára og eldri árið 2050.

Þetta þýðir aukinn markað fyrir bleiur handa fullorðnum. Japanska viðskiptadagblaðið Nikkei, birti fyrr í vikunni tölur um að sala á bleium fyrir fullorðna hefði ríflega tvöfaldast síðasta áratuginn í Japan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler