Schiller rukkaður um afnotagjöld

Friedrich Schiller.
Friedrich Schiller.

Þýska skáldið Friedrich Schiller mun væntanlega hafa snúið sér við í gröfinni, þar sem Schiller hefur legið í 200 ár, þegar þýska ríkisútvarpið rukkað hann nýlega um afnotagjöld vegna útvarps- og sjónvarpsnotkunar.

Þýska innheimtustofnunin, GSZ, sendi reikning til Herr Friedrich Schiller, sem barst til grunnskóla í Weigsdorf-Köblitz sem ber hafn hans. Hafði Schiller, sem m.a. samdi Óðinn til gleðinnar, verið skráður þar til húsa. 

Að sögn fréttavefjar BBC gæti Schiller skuldað yfir 40 þúsund evrur, jafnvirði 6,2 milljóna króna, þar sem hann hefur ekki greitt afnotagjöld frá árinu 1805.

GEZ sendi frá sér afsökunarbeiðni og sagði talsmaður, að fyrirtækið þyrfti að fara gegnum svo gríðarlegt magn upplýsinga að nafnið Friedrich Schiller hefði ekki vakið sérstaka athygli.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant