Ljótur hálfviti er tákngerfingur kreppunnar

Mynd af Ljótum hálfvita sem lagði inn pening þegar aðrir …
Mynd af Ljótum hálfvita sem lagði inn pening þegar aðrir tóku út. AP/Árni Torfason

Sævar Sigurgeirsson meðlimur í hljómsveitinni Ljótu hálfvitunum, leikskáld, auglýsingasmiður og fulltrúi Norðurþings í spurningaleiknum Útsvari var settur í nýtt hlutverk í hinni miklu fjármagnskreppu í vikunni sem leið og má segja að hann sé nú andlit kreppunnar á Íslandi úti í hinum stóra heimi.

„Það er kannski bara viðeigandi að ég sé á þessari mynd því Íslendingar eru í augum alheimsins ljótu hálfvitarnir í peningamálum," sagði Sævar í stuttu spjalli við mbl.is.

Ljósmyndari AP fréttastofunnar Árni Torfason smellti mynd af Sævari á leið út úr Landsbankanum í vikunni sem leið og hefur sú mynd ratað víða, hún fylgdi kreppufréttum hjá Washington Post, Time, News Yahoo, Fox News og fleiri fréttavefjum.

„Í fyrstu fannst mér þetta bara fyndið en svo þegar þetta var komið á Washington Post og Time þá var ég ekki alveg jafn kátur að tengjast þessum hörmungum þannig. Sérstaklega vegna þess að ég var að leggja inn peninga þegar myndin var tekin, bankinn þurfti pening og eitthvað varð að gera," sagði Sævar kíminn.

Eyðilagði viðtalið með bjartsýni

Hann bætti því við að raunasvipurinn sem á honum er á myndinni stafaði af því að hann hafði áhyggjur af því að þurfa nú að tala við alla þessa blaðamenn sem sátu um hann.

„Helgi Seljan stökk á mig og spurði hvort ég hefði verið að taka út aleiguna og þegar ég sagði honum að ég hefði verið að leggja inn þá dó eitthvað í augunum á honum," sagði Sævar og hló.

„Síðan kom erlend fréttakona og spurði mig um ástandið og ég held að ég hafi eyðilagt það viðtal líka með bjartsýni," sagði Sævar að lokum.

Myndin er birt með góðfúslegu leyfi ljósmyndarans Árna Torfasonar.

Sjá frétt á Washington Post

Sjá frétt Time

Sjá frétt á News Yahoo

Sjá Frétt Fox News

Sjá frétt í Boston.com

Sjá frétt á Portland Press Herald

Sjá frétt á Sweden FM

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant