England – bannað innan átján

Starfsmaður í vegabréfaeftirliti á Heathrow-flugvelli í London meinaði Hilmari Frey Bjartþórssyni, 16 ára knattspyrnumanni frá Fáskrúðsfirði, inngöngu í England 12. október sl. Hilmar var að fara þangað til að æfa með unglingaliði knattspyrnuliðsins Reading.

„Hann sagði að ég væri ekki orðinn nógu gamall – væri ekki orðinn átján,“ sagði Hilmar um þessa óskemmtilegu lífsreynslu. Hann var með gilt íslenskt vegabréf í höndunum. „Hann spurði hvort ég væri í fylgd einhvers sem væri eldri en ég. Þegar ég svaraði því neitandi ætlaði hann ekki að hleypa mér í gegn.“

Fulltrúi frá knattspyrnufélaginu beið eftir Hilmari í flugstöðinni. Hilmar segir að þessi tiltekni starfsmaður hafi farið að leita að þeim manni en ekki fundið í fyrstu tilraun. Eins hringdi hann einhver símtöl. Lögregla var ekki kölluð til.

Sá sem var að taka á móti Hilmari var farinn að halda að hann hefði ekki komið með flugvélinni. Hilmar kvaðst hafa þurft að bíða í um 45 mínútur við vegabréfaeftirlitið meðan á þessu stóð. Loks náðist samband við fulltrúa knattspyrnufélagsins og þá var Hilmari hleypt inn í England í fylgd öryggisvarðar.

Hilmari gekk greiðlega að yfirgefa England eftir níu daga dvöl og þótti þá ekki of ungur til að snúa aftur heim einn síns liðs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson