Offita tengd hraða

mbl.is/ÞÖK

Mun meiri líkur eru á að fólk sem borðar hratt eigi við offituvandamál að stríða en þeir sem borða hægt, samkvæmt niðurstöðum nýrrar japanskrar rannsóknar. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Samkvæmt niðurstöðunum eru a.m.k. helmingi meiri líkur á að þeir sem skófla í sig matnum verði of feitir en þeir sem gera það ekki. Ian McDonald, prófessor í næringarfræði við háskólann í Nottingham, segir að hugsanlega megi rekja þetta til þess að boð magans um að hann hafi fengið nóg berist ekki tímanlega til heilastöðvanna þegar borðað er of hratt.

„Ef þú borðar hratt þá geturðu fyllt á þér magann áður en meltingarfærin fá tækifæri til að bregðast við og senda út boð. Þannig er hægt að yfirfylla kerfið,” segir hann. McDonald segir jafnframt að oft hafi fólk tamið sér í frumbernsku að borða hratt og því sé hægara sagt en gert að venja sig af því. „Það er töluvert til í þeirri gömlu visku að best sé að tyggja tuttugu sinnum,” segir hann. „Gefi fólk sér aðeins meiri tíma til að borða getur það hafi áhrif.” 

Í rannsókninni, sem unnin var við Osaka-háskóla, var fylgst með matarvenjum 3.000 einstaklinga. Tæplega helmingur þátttakenda sagðist hafa tilhneigingu til að borða hratt.

Rannsóknin leiddi í ljós að 85% meiri líkur voru á að karlar í þeim hópi ættu við offituandamál að stríða. Um helmingi meiri líkur voru hins vegar á að konur í hópnum ættu við offituvandamál að stríða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler