Quid pro quo og vice versa

Mörg bæjarráð í Bretlandi hafa bannað starfsfólki sínu að nota latnesk orð þar sem það getur ruglað annað fólk í ríminu.

Nokkur ráðanna hafa ákveðið að ekki megi lengur nota, hvorki í tali né riti, frasa á borð við „vice versa“ (ísl. öfugt),  „pro rata“ (ísl. hlutfallslegur)  eða „via“ (ísl. með viðkomu á, í gegnum) en þeir eru þó frekar algengir í ensku máli.

Bannið hefur vakið reiði meðal fræðimanna í latnesku. Hefur einn prófessor m.a.s. gengið svo langt að segja að málfræðilega jafnist bannið á við þjóðernishreinsanir.

Sum ráðin segja notkun latneskra orða bera merki um snobb og mismunun þar sem það sé ekki á allra færi að skilja þau, sér í lagi ef fólk hefur ekki ensku að móðurmáli.

Bæjarráðið í Bournemouth hefur útlistað 18 latneska frasa sem starfsfólk þeirra er hvatt til að nota ekki í opinberum samskiptum. Ráðið segist þó ekki banna notkun orðanna heldur sé um að ráðleggingu sem hafa eigi til hliðsjónar.

Önnur ráð hafa bannað notkun á „QED“ (skammstöfun fyrir „quod erat demonstrandum“, ísl. það sem sanna átti), „bona fide“ (ísl. ósvikinn, ekta) og  „quid pro quo“ (ísl. svar í sömu mynt, greiði á móti greiða).

Samtök um einfalda ensku fagna þó þessu banni og segja suma aðeins nota latnesk orð til að slá um sig. Talsmaður samtakanna sagðist vonast til að bannið yrði til þess að  fólk hætti að rugla saman latnesku skammstöfuninni „e.g.“ (sambærileg íslensk skammstöfun er „t.d.“) við enska orðið „egg“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant