Ljótasti hundur í heimi dauður

Gus hefur marga hildi háð í gegnum ævina. Hans stærsti …
Gus hefur marga hildi háð í gegnum ævina. Hans stærsti sigur var eflaust þegar hann var kjörinn ljótasti hundur í heimi sl. sumar. AP

Hundurinn Gus, sem í sumar var valinn ljótasti hundur í heimi, er dauður. Gus var eineygður og gekk á þremur fótum. Blaðið St. Petersburg Times í Flórída greindi frá því að Gus, sem var níu ára, hafi þjáðst af krabbameini.

Gus varð í sumar valinn ljótasti hundur heims á Sonoma-Marin hátíðinni sem fram fer árlega í Norður-Kaliforníu. 

Síðustu eigendur Gus komu honum til bjargar eftir að þeir komust að því að hann hafi verið geymdur við bág kjör í rimlakassa í bílskúr.

Sem fyrr segir var Gus aðeins með þrjá fætur en það varð að fjarlæga einn fót vegna æxlis. Þá missti hann annað augað þegar hann lenti í átökum við kött.

Eigandi Gus sagðist á sínum tíma ætla að verja verðlaunafénu til að borga fyrir geislameðferð sem Gus þurfti að gangast undir vegna veikindanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson