Dæmdur fyrir að skrifa Barca í stað konungs

Mohammed VI, konungur Marokkó
Mohammed VI, konungur Marokkó Reuters

Átján ára gamall marokkóskur piltur hefur verið dæmdur í eins árs fangelsi skilorðsbundið fyrir að móðga konung ríkisins. Hafði pilturinn skrifað „Guð, fósturjörðin og Barca" á töfluna í kennslustofunni en eftirlætis knattspyrnulið hans er spænska liðið Barcelona. Einkunnarorð Marokkó eru „Guð, fósturjörðin og konungurinn."

Lögregla handtók piltinn í síðasta mánuði eftir að kennari lét vita af því að sést hafi til hans rita þetta á töfluna.

Áfrýjunardómstóll staðfesti dóminn yfir Yassine Belassal í dag en hann var dæmdur fyrir að sýna einkunnarorðum konungsríkisins lítilsvirðingu. Belassal átti hins vegar yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm fyrir að móðga Mohammed VI konung.

Belassal óttast nú að þetta muni hafa áhrif á framtíð hans sem íþróttamanns en hann æfir karate og var nýlega valinn í landslið Marokkó.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler