Spara pening með auknu kynlífi

Smokkur.
Smokkur. Reuters

Svo virðist sem íbúar Bretland reiði sig nú meira en áður á kynlíf sem ódýra dægradvöl eftir að kreppan hóf innreið sína, ef miðað er við könnun sem 2.000 manns svöruðu.

Niðurstöðurnar sýndu að kynlíf væri nú vinsælasta dægradvölin, en næst á eftir kýs fólk að skoða í verslunarglugga (window shopping) og að slúðra sér til dægrastyttingar.

Mest mældist rómantíkin meðal Skota, en 43% þeirra sögðust velja kynlíf sem dægradvöl, miðað við 35% í Englandi. Um 6% þeirra sem svöruðu könnuninni sögðust helst sækja söfn til að verja frítímanum á ódýran hátt. Þá greindist nokkur kynjamunur á svörunum, því konur settu í fyrsta sæti að slúðra með vinkonunum, á meðan karlmenn nefndu helst kynlíf.

Niðurstöðurnar eru birtar samhliða baráttunni á alþjóðlegum degi Alnæmis, og hvetja alnæmissamtök í Bretlandi þjóðina til að stunda öruggt kynlíf með því m.a. að benda á að pakki af smokkum kosti aðeins brot af kostnaðinum sem fylgir því að fara út á lífið.

„Við gleðjumst yfir því að fólk skuli finna leiðir til að létta á áhyggjunum af kreppunni, en ef eitthvað er þess virði að punga út fyrir, þá eru það smokkar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant