Pilsaráðið kærir erkibiskup

Hópur franskra kaþólskra kvenna sem kalla sig „Pilsaráðið“ hafa ásakað erkibiskupinn í París, Andre Vingt-Trois um kynjafordóma og lagt fram kæru á hendur honum fyrir kirkjurétti.

Biskupinn var í útvarpsviðtali í síðasta mánuði spurður um að konur þjónuðu í kirkjum og svaraði: „Erfiðast er að finna konur sem hafa hlotið nægilega þjálfun. Það er ekki nóg að vera í pilsum, það verður að vera eitthvað á milli eyrnanna líka.“

Ummælin vöktu upp mótmæli af margvíslegu tagi og urðu til að 15 konur tóku sig saman um að mynda „Pilsaráðið“ til að leggja fram kæru fyrir kirkjulegum rétti í París.

„Þetta er leið til að koma því til skila að innan kirkjunnar sem allsstaðar annarsstaðar eru hlutir sem ekki verður við unað,“ segir Christine Pedotti, talsmaður hópsins sem krefst opinberrar afsökunarbeiðni. „Það á að koma í veg fyrir að hægt sé að segja hluti af þessu tagi.“

Hún segist ekki vita hvort rétturinn sem gegnir yfirleitt því hlutverki að ógilda hjónabönd, muni samþykkta að taka kæruna til umfjöllunar.

Erkibiskupinn Vingt-Trois hefur svarað mörgum þeirra sem kvartað hafa bréflega. Samkvæmt afriti af bréfinu hefur hann lýst yfir að sér þyki leitt að hafa látið þessi „klaufalegu“ ummæli falla og ítrekað að „hann hafi aldrei hikað við að fela konum ábyrgðarstörf þegar þær hafi verið í aðstöðu til að taka þeim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant