Of þungir fyrir háloftin

Ein af þotum flugfélagsins Air India.
Ein af þotum flugfélagsins Air India. AP

Níu flugliðar hjá indverska flugfélaginu Air India hafa verið reknir úr starfi vegna þyngdar sinnar. Að sögn talsmanns flugfélagsins voru þeir allt of þungir og þrátt fyrir að hafa fengið tíma til þess að léttast þá fóru þeir ekki að tilmælum félagsins og voru því látnir taka pokann sinn. Hann neitaði að gefa upp þyngd flugliðanna við fjölmiðla.

Lögfræðingur flugliðanna, Arvind Sharma, segir brottvikninguna ólöglega og hann muni höfða mál fyrir Hæstarétti landsins vegna þess.

Undanfarin ár hefur Air India barist fyrir því að fá að segja fólki upp sem félagið telur að standist ekki kröfur um líkamlegt atgervi. Á árinu 2006 fengu tæplega 1.600 flugliðar aðvörun um að holdafar þeirra stæðist ekki kröfur félagsins. Fengu þeir tvo mánuði til þess að létta sig, að öðrum kosti yrði þeim sagt upp störfum í háloftunum og gert að fara í önnur störf á jörðu niðri. Það fylgir fréttinni að þau störf séu iðulega verr borguð. Einhverjir sættu sig ekki við að þurfa að hlíta tilmælum félagsins og fóru með málið fyrir dómstóla. Á síðasta ári féll loks dómur í málinu flugfélaginu í hag. Ber Air India nú fyrir sig dómafordæmi við uppsagnirnar. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson