Berrassaðir göngumenn verða sektaðir

Á meðan sumir ganga naktir um Sviss þá taka aðrir …
Á meðan sumir ganga naktir um Sviss þá taka aðrir upp á því að mótmæla naktir. Reuters

Yfirvöld í kantónunni Appenzell Innerrhoden í Sviss hafa ákveðið að grípa til aðgerða til að sporna við nýrri og óvelkominni plágu - nöktum göngumönnum.

Þau hyggjast sekta þá sem sjást ganga um héraðið, sem þykir mjög fagurt, á adams- eða evuklæðum einum saman.

Ákveðið var að grípa til aðgerða áður en göngutímabilið hefst. Yfirvöld segja að nöktum göngumönnum hafi fjölgað mjög á síðasta ári, en flestir þeirra eru sagðir koma frá Þýskalandi. Þar í landi nýtur frjáls og óheft líkamsmenning (FKK) mikilla vinsælda.

Yfirvöld í Appenzell Innerrhoden eru hins vegar ekki jafn áhugasöm um að hlúa að slíkri iðju. 

„Við neyddumst til að semja lög til að taka á þessari smekklausu iðju, áður en það fer að hlýna,“ segir Melchior Looser, dómsmálaráðherra kantónunnar, sem er í norðausturhluta Sviss.

„Mergur málsins er sá að mörg börn heimsækja fjöllina okkar á sumrin,“ sagði hann í samtali við breska dagblaðið Guardian.

Nakinn gönguhrólfur var handtekinn sl. haust. Hann var hins vegar ekki sektaður þar sem engin viðurlög voru við slíku athæfi. Því var ákveðið að semja nýja löggjöf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson