Glápti á sjónvarp í fjóra sólarhringa

Suresh Joachim setur heimsmet í skyrtustraujun.
Suresh Joachim setur heimsmet í skyrtustraujun.

Suresh Joachim, Tamíli ættaður frá Srí Lanka, sló eigið heimsmet í Stokkhólmi í kvöld þegar hann horfði stanslaust á sjónvarp í fjóra sólarhringa, 72 stundir. Gamla metið var 69 stundir og 48 mínútur, sett árið 2005.

„Mér líður ágætlega, ég drakk 25-30 bolla af kaffi," sagði Joachim á eftir.

Hann horfði á þrjár þáttaraðir af bandarísku sjónvarpsþáttunum 24, að sögn talsmanns sænsku sjónvarpsstöðvarinnar TV4. 

Joachim, sem býr í Toronto í Kanada, hefur sett fjölda heimsmeta, sem skráð eru í Heimsmetabók Guinness. Hann hefur m.a. staðið á einum fæti í rúma fjóra sólarhringa, hlaupið 225,44 km upp og niður stiga í verslunarmiðstöð og straujað skyrtur í rúma 55 tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant